Harka fer vaxandi í undirheimunum og efnin verða sterkari
Skipulögð glæpastarfsemi fer vaxandi hér á landi og í undirheimunum ríkir harka og miskunnarleysi.
Þessi veruleiki blasir ekki við dagsdaglega, en stundum gefst innsýn í hann og hún er ekki falleg.
Undanfarna daga hafa tvö fíkniefnamál verið þingfest í héraðsdómi, sem bera því vitni hvað staðan er alvarleg. Annað varðar þrjú kílógrömm af eiturlyfjum og hitt smygl á tæpum sex kílógrömmum.
Síðara málið snýst um tilraun til að smygla inn í landið 5,7 kílógrömmum af kristalmetamfetamíni og er það mesta magn af efninu, sem gert hefur verið upptækt á einu bretti.
Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á 33 ár að baki í lögreglunni og er nú að taka við stjórn sviðsins. Þar mun
...