Borgarstjórn á ekki að þvælast fyrir heldur að bæta og einfalda daglegt líf Reykvíkinga. Mörg tækifæri eru til þess.
Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

Kjartan Magnússon

Enn einn vinstri meirihlutinn í borgarstjórn er fallinn með braki og brestum. Enn og aftur er reynt að finna varadekk undir vagninn og yrðu það býsn mikil ef myndaður yrði nýr fimm flokka vinstri meirihluti á rústum hins gamla.

Viðburðaríkur vetur

Yfirstandandi vetur hefur verið býsna viðburðaríkur hjá borgarstjórn. Nokkur dæmi:

Þjarmað hefur verið að Reykjavíkurflugvelli með þeim afleiðingum að annarri flugbraut hans hefur verið lokað.

Húsnæðisuppbygging er langt undir væntingum í Reykjavík. Húsnæðisverð hækkar stöðugt vegna lóðaskortstefnu og þéttingar byggðar.

Fjölmörg börn eru án dagvistunar og grunnskólar standa illa að vígi í alþjóðlegum

...