Kvikmyndin All Eyes On Me, eða Allra augu á mér í íslenskri þýðingu, var sýnd tvisvar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og nú eru hafnar almennar sýningar á henni í Bíó Paradís
Dýravinur Guðmundur strýkur hrossum í kvikmyndinni All Eyes On Me sem tekin var að mestu í Eilífsdal í Kjós.
Dýravinur Guðmundur strýkur hrossum í kvikmyndinni All Eyes On Me sem tekin var að mestu í Eilífsdal í Kjós.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Kvikmyndin All Eyes On Me, eða Allra augu á mér í íslenskri þýðingu, var sýnd tvisvar á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra og nú eru hafnar almennar sýningar á henni í Bíó Paradís. Myndin var tekin upp á aðeins tíu dögum, að mestu í Eilífsdal í Kjós og kláruð fram að eftirvinnslu fyrir minna en tvær milljónir króna. Er hún samstarfsverkefni Guðmundar Inga Þorvaldssonar, leikara og framleiðanda og Pascals Payant, kanadísks leikstjóra og framleiðanda og hlaut eftirvinnslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Payant er í tilkynningu sagður eins manns her þar sem hann skrifi, leikstýri, taki upp, klippi, litgreini og hljóðvinni kvikmyndir sínar sjálfur. Það eina sem hann þurfi við tökur sé hljóðmaður og leikarar. Hafi hann með þeim

...