Madríd Ásdís Karen Halldórsdóttir er nýbyrjuð að spila á Spáni.
Madríd Ásdís Karen Halldórsdóttir er nýbyrjuð að spila á Spáni. — Ljósmynd/Madrid CFF

Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, leikmaður Breiðabliks, hafa verið kallaðar inn í landsliðshóp kvenna í knattspyrnu. Ísland mætir Sviss og Frakklandi í A-deild Þjóðadeildar Evrópu 21. og 25. febrúar. Amanda Andradóttir, sem leikur með Twente í Hollandi, og Diljá Ýr Zomers, leikmaður Leuven í Belgíu, detta út en þær geta ekki tekið þátt vegna meiðsla. Ásdís á tvo landsleiki að baki og Áslaug 17.