Frelsið hefur aldrei verið sjálfsagður hlutur. Það lifir vegna þeirra sem færðu fórnir í þágu þess og mun einungis öðlast framhaldslíf ef við sem brennum fyrir frelsishugsjóninni mætum til leiks á hverjum degi og tökum slaginn.
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum í hartnær heila öld. Sú velsæld sem við búum við í dag er ekki hvað síst til komin vegna baráttu sjálfstæðismanna fyrir bættu samfélagi. Það er hins vegar mikilvægt að horfast í augu við þá staðreynd að flokkurinn er nú í nokkrum vanda staddur, stefndur jafnvel á ákveðnum krossgötum. Úrslit síðustu alþingiskosninga voru vonbrigði, Sjálfstæðisflokkurinn á ekki lengur sæti við ríkisstjórnarborðið og áhrif hans hafa þar af leiðandi minnkað. Þessu vil ég breyta. Ég vil að Sjálfstæðisflokkurinn setjist aftur í bílstjórasætið í íslenskum stjórnmálum.

Tökum slaginn fyrir frelsið

Til að svo verði þarf að opna faðm flokksins og gera hann aftur að þeirri breiðfylkingu borgaralegra afla sem hann hefur verið lengst af í sögu sinni. Við þurfum

...