Eins og ávallt mun Landhelgisgæslan á þessu ári leggja ríka áherslu á leit, björgun, löggæslu og eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um áherslur stofnunarinnar
Stjórnstöðin Vakt er þarna allan sólarhringinn alla daga ársins. Helga Lára Kristinsdóttir varðstjóri við tölvuna.
Stjórnstöðin Vakt er þarna allan sólarhringinn alla daga ársins. Helga Lára Kristinsdóttir varðstjóri við tölvuna. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Eins og ávallt mun Landhelgisgæslan á þessu ári leggja ríka áherslu á leit, björgun, löggæslu og eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland.

Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um áherslur stofnunarinnar.

Stöðugt sé leitað leiða til að fjölga úthaldsdögum varðskipa, sérstaklega með það í huga að eiga þess kost að geta brugðist fljótt við hættum sem kunna að skapast.

„Við viljum tryggja að ávallt sé eitt varðskipanna á sjó og hitt skipið sé sem oftast til taks með skömmum fyrirvara. 75 daga ársins 2025 verðum við með tvö skip til taks og samtals eru áætlaðir 386 úthaldsdagar í ár,“

...