Eins og ávallt mun Landhelgisgæslan á þessu ári leggja ríka áherslu á leit, björgun, löggæslu og eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um áherslur stofnunarinnar
![Stjórnstöðin Vakt er þarna allan sólarhringinn alla daga ársins. Helga Lára Kristinsdóttir varðstjóri við tölvuna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/ed043c89-923f-4979-a729-e6ba7cc810f7.jpg)
Stjórnstöðin Vakt er þarna allan sólarhringinn alla daga ársins. Helga Lára Kristinsdóttir varðstjóri við tölvuna.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðtal
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Eins og ávallt mun Landhelgisgæslan á þessu ári leggja ríka áherslu á leit, björgun, löggæslu og eftirlit á hafsvæðinu umhverfis Ísland.
Þetta segir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, spurður um áherslur stofnunarinnar.
Stöðugt sé leitað leiða til að fjölga úthaldsdögum varðskipa, sérstaklega með það í huga að eiga þess kost að geta brugðist fljótt við hættum sem kunna að skapast.
„Við viljum tryggja að ávallt sé eitt varðskipanna á sjó og hitt skipið sé sem oftast til taks með skömmum fyrirvara. 75 daga ársins 2025 verðum við með tvö skip til taks og samtals eru áætlaðir 386 úthaldsdagar í ár,“
...