Það sem er ekki að finna í áliti lögfræðinga fjármálaráðuneytis er að það hriktir í stjórnarsamstarfinu.
Gísli Stefánsson
Gísli Stefánsson

Gísli Stefánsson

Það hriktir í stjórnarsamstarfi sem hefur varla hafist. Styrkir til stjórnmálaflokka frá okkur borgurum þessa lands hafa verið ofgreiddir á undanförnum árum. Þar er ljóst að Flokkur fólksins hefur fengið um 240 milljónir greiddar án þess að standast kröfur lagabókstarfsins og þeim ætla þau ekki að skila. Fleiri flokkar voru á þessum slóðum þegar ný gjöld tóku gildi í upphafi árs 2022 en flestir þeir brugðust við í samræmi við kröfur ríkisins. Það gerði Flokkur fólksins hins vegar ekki enda voru þau „ekkert að stressa sig á þessu“.

Stjórnmálaflokkar þurfa fæði, klæði og húsnæði

Nú eru lögspekingar fjármálaráðherra búnir að komast að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið brást, sem er auðvelt að segja, enda gerðist þetta víst á vakt fjármálaráðherra fyrri ríkisstjórnar. Þess vegna þurfi

...