![Við Þjóðarbókhlöðuna Myndin er tekin 2007 en það ár varð Ingibjörg landsbókavörður.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/44e4b142-d855-49ff-aae8-d60f1bd1bc32.jpg)
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er fædd 13. febrúar 1955 í Reykjavík og ólst upp í Efstasundi.
„Ég var í skátunum, Dalbúum í Reykjavík, sem unglingur og nánustu vinir mínir eru þaðan og frá skólaárunum.“
Ingibjörg gekk í Langholtsskóla, Vogaskóla og varð stúdent af náttúrufræðideild frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Hún lauk síðan BA-prófi í bókasafnsfræði og bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1978. Hún stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1988-89 og nám í sagnfræði í Háskólanum í Lundi 1989-90 og lauk síðan MA-námi í bókasafns-
og upplýsingafræði frá HÍ árið
1996. Hún lauk svo MPA-námi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ árið 2006.
Ingibjörg vann fyrst á Háskólabókasafninu 1976-77 og vann á skólasafni Árbæjarskóla 1977-80. Hún var forstöðumaður
...