Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er fædd 13. febrúar 1955 í Reykjavík og ólst upp í Efstasundi. „Ég var í skátunum, Dalbúum í Reykjavík, sem unglingur og nánustu vinir mínir eru þaðan og frá skólaárunum.“ Ingibjörg gekk í Langholtsskóla, …
Við Þjóðarbókhlöðuna Myndin er tekin 2007 en það ár varð Ingibjörg landsbókavörður.
Við Þjóðarbókhlöðuna Myndin er tekin 2007 en það ár varð Ingibjörg landsbókavörður.

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er fædd 13. febrúar 1955 í Reykjavík og ólst upp í Efstasundi.

„Ég var í skátunum, Dalbúum í Reykjavík, sem unglingur og nánustu vinir mínir eru þaðan og frá skólaárunum.“

Ingibjörg gekk í Langholtsskóla, Vogaskóla og varð stúdent af náttúrufræðideild frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975. Hún lauk síðan BA-prófi í bókasafnsfræði og bókmenntasögu frá Háskóla Íslands 1978. Hún stundaði nám í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1988-89 og nám í sagnfræði í Háskólanum í Lundi 1989-90 og lauk síðan MA-námi í bókasafns-
og upplýsingafræði frá HÍ árið
1996. Hún lauk svo MPA-námi í opinberri stjórnsýslu frá HÍ árið 2006.

Ingibjörg vann fyrst á Háskólabókasafninu 1976-77 og vann á skólasafni Árbæjarskóla 1977-80. Hún var forstöðumaður

...