Oddur Árnason lætur senn af störfum hjá lögreglunni á Suðurlandi eftir tæplega 40 ára feril innan lögreglunnar.

Hann segir erfið mál, sem hann gat ekki unnið úr á eigin spýtur, hafa sest á sálina. Brotnaði hann niður fyrirvaralaust kvöld eitt í október 2023 og fór í kjölfarið í veikindaleyfi.

„Ég sat í sófanum heima að kvöldi þegar yfir mig helltist sú tilfinning að ég hreinlega bugaðist. Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils. Þannig sat ég fram á nóttina og gerði mér þá strax grein fyrir að ég væri kominn á stað í lífinu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vandanum, heldur leita mér aðstoðar,“ segir Oddur. » 20