Merking orðtaksins að vera með böggum hildar (yfir e-u): vera áhyggjufullur, kvíðinn, er ekki ánægjuleg en notalegt að sjá það rétt notað þótt notandi viti ekki hvernig það er til komið

Merking orðtaksins að vera með böggum hildar (yfir e-u): vera áhyggjufullur, kvíðinn, er ekki ánægjuleg en notalegt að sjá það rétt notað þótt notandi viti ekki hvernig það er til komið. Er honum þá ekki láandi, því „líkingin er óljós“ segir í Merg málsins. „Hildur er valkyrjuheiti […] en óljóst er hverjir baggarnir eru.“