![Stjórnin Mörg verkefni bíða Valkyrjanna.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/03fb2664-22c0-480b-8c2d-b155c300a8e3.jpg)
Fyrsta vinstristjórnin í rúman áratug hefur tekið við. Vonandi tekst henni sem best að tryggja þjóðarhag. Sú spurning vaknar hvernig þessi vinstristjórn ætlar að fjármagna öll þau verkefni sem hún hyggst beita sér fyrir.
Konur eru ráðandi afl í nýrri ríkisstjórn. Ekki þarf það endilega að vera verra. Konur eru varkárari í fjármálum en karlar.
Inga Sæland húsnæðis- og félagsmálaráðherra hefur farið mikinn. Hún hyggst gera allt fyrir alla, en það er erfitt. Fjármálaráðherrann lýsti sig andvígan bókun 35 en nú hefur sá ágæti maður allt í einu skipt um stefnu í því efni er hann hefur tekið sæti í ríkisstjórn.
Ekki verður komist hjá því að minnast á setu Samfylkingar í Jóhönnustjórninni sem var við völd 2009 til 2013. Margir áttu þá um sárt að binda. Fólk missti í stórum stíl íbúðir sínar og
...