![Héraðsdómur Ásthildur Lóa ásamt manni sínum, Hafþóri Ólafssyni, og lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/508a91bc-8da7-4967-b91e-63ddb422c0af.jpg)
Héraðsdómur Ásthildur Lóa ásamt manni sínum, Hafþóri Ólafssyni, og lögmanni þeirra hjóna, Sævari Þór Jónssyni.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, og eiginmanns hennar, Hafþórs Ólafssonar, gegn ríkinu. Þau hjónin mættu fyrir dóm og gáfu skýrslu.
Um er að ræða skaðabótamál þeirra gegn ríkinu vegna meintra lögbrota sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Segja þau sýslumann ekki hafa sinnt lögbundnum skyldum sínum.
Er embættinu gefið að sök að hafa ekki tekið tillit til fyrningar vaxta við úthlutun söluverðs eftir uppboð á heimili Ásthildar og eiginmanns hennar. Hófst málið árið 2016 þegar nauðungarsölubeiðni barst frá Arion banka.
Fyrir dómi sagði Ásthildur m.a. að þau hefðu fengið tvær vikur til að bregðast við úthlutunargerð sýslumanns þegar hún var send til þeirra árið
...