Sáttasemjari Jafnréttislög voru ekki brotin við skipun Ástráðs.
Sáttasemjari Jafnréttislög voru ekki brotin við skipun Ástráðs. — Morgunblaðið/Eggert

Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði talið að umsækjanda um embætti ríkissáttasemjara hafi verið mismunað á grundvelli kyns þegar þáverandi félags- og vinnumálaráðherra skipaði Ástráð Haraldsson í embættið árið 2023.

Sex sóttu um embættið, fjórir karlar og tvær konur. Skipuð var ráðgefandi hæfnisnefnd sem skilaði ráðherra álitsgerð þar sem fram kom það álit hennar að tveir umsækjendur teldust mjög vel hæfir til að gegna embættinu, Ástráður og önnur konan.

Í álitsgerð kom fram það mat hæfnisnefndar að Ástráður hefði fram yfir konuna að hafa meiri reynslu af og þekkingu á sáttastörfum í vinnudeilum sem settur ríkissáttasemjari um skeið. Þá hefði Ástráður dýpri og meiri þekkingu á vinnumarkaði en konan, meðal annars vegna setu sem dómari í Félagsdómi.

...