„Reynsla síðustu missera hefur verið mikil,“ segir Oddur Árnason, fráfarandi yfirlögregluþjónn á Selfossi. „Nú eftir lærdómsríkt ferli finnst mér ég á margan hátt vera sterkari einstaklingur; er betur meðvitaður um styrk minn og hvar mörkin í lífinu liggja
— Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Reynsla síðustu missera hefur verið mikil,“ segir Oddur Árnason, fráfarandi yfirlögregluþjónn á Selfossi. „Nú eftir lærdómsríkt ferli finnst mér ég á margan hátt vera sterkari einstaklingur; er betur meðvitaður um styrk minn og hvar mörkin í lífinu liggja. Vissulega verður enginn skikkaður til að sækja sér sálræna hjálp, þó öðrum þyki slíkt þurfa. Hér verður hver og einn að átta sig á stöðunni og hættumerkjunum. Sjálfur tel ég mig hafa staðið mig í því og reynt að beina samstarfsmönnum mínum í þá átt. Andlegt álag sem fylgir starfi lögreglumanna er mikið og oft lúmskt, eins og ég sjálfur sannarlega reyndi.“

Jafnan í eldlínunni

Um þessar mundir, eftir veikindaleyfi síðustu misserin, lætur Oddur nú formlega af störfum

...