![](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/ec8c88fe-20d8-4d29-8afe-f7bdf87495df.jpg)
Sviðsljós
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Til snarpra orðaskipta kom á Alþingi í gær þegar sérstök umræða fór þar fram um alvarlega stöðu orkumála á Íslandi. Það var Jón Gunnarsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hóf umræðuna og sagði að ekki væri nema hálft annað ár síðan þingmaður Samfylkingarinnar hefði fagnað niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfismála um að fella virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi og sagt að öll umræða um orkuskort í landinu væri ódýr áróður.
Vísaði Jón þar til ummæla Þórunnar Sveinbjarnardóttur, nú forseta Alþingis, sem hann kvað hafa sagt í desember 2023 að ekki væri þörf á neinni löggjöf til að flýta framkvæmdum og sett ofan í við núverandi hæstvirtan umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, Jóhann Pál Jóhannsson, og sagt hann tala
...