Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerði ekki kröfu um að Fjóla St. Kristinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri hreppsins, myndi hætta sem bæjarfulltrúi í Árborg samhliða því að hún var ráðin til starfans
Selfoss Bæjarfulltrúi ætlar ekki að segja af sér í sveitarstjórninni.
Selfoss Bæjarfulltrúi ætlar ekki að segja af sér í sveitarstjórninni. — Morgunblaðið/Kristinn

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps gerði ekki kröfu um að Fjóla St. Kristinsdóttir, nýráðinn sveitarstjóri hreppsins, myndi hætta sem bæjarfulltrúi í Árborg samhliða því að hún var ráðin til starfans. Þetta segir Fjóla í samtali við Morgunblaðið.

Samþykkt var í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps 21. janúar sl. að ráða hana í starf sveitarstjóra og hóf hún störf þar 1. febrúar sl.

Fjóla, sem var bæjarstjóri í Árborg þar til á síðasta ári, situr í bæjarstjórn Árborgar og er þar í minnihluta og hyggst gera það áfram, a.m.k. „þar til annað kemur í ljós,“ eins og hún komst að orði.

Spurð hvort sú staða kynni að bjóða upp á hagsmunaárekstur, sagði Fjóla að það yrði að koma

...