![Saga Gaukur á Stöng hefur hýst rokktónleika í áratugi. Menningarviðburðir styrkja bæjar- og borgarbrag.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/357cc02d-3007-4f8b-bd8c-1024033966ad.jpg)
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Ég fór á tónleikastaðinn Bird í miðbænum síðasta laugardag og komst varla inn, svo þétt var hann setinn. Mektarsveitin ADHD var að spila og komust bókstaflega færri að en vildu. Hinum megin við götuna voru dómsdagsrokkararnir í Morpholith að halda útgáfutónleika á Gauknum, þeim fornfræga stað. Svartklæddir og sveittir þungarokkarar voru þar upp um alla veggi.
Það er svo merkilegt að maður hugsar sjaldnast um staðina sem maður sækir. Það sem fer af stað í kollinum, þegar maður er búinn að ákveða að kíkja á tónleika, er tilhlökkun fyrir sjálfri tónlistinni. Og hugsanlegum félagsskap. En það kemur fyrir að ég þarf að rifja upp hvar tónleikarnir eru nákvæmlega. Mér finnst gaman að kíkja inn á Gaukinn en hann
...