![Grundartangahöfn Gert er ráð fyrir að ný höfn verði í framhaldi af hafnarmannvirkjum á Grundartanga í Hvalfirði.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/506292fe-755e-41e0-8a75-373a5b4c52c2.jpg)
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Áform eru um uppbyggingu hafnarsvæðis í landi Galtarlækjar vestur af Grundartanga í Hvalfjarðarsveit. Hefur sveitarfélagið auglýst lýsingu á breytingu á aðalskipulagi vegna þessa en svæðið er í gildandi aðalskipulagi skilgreint sem landbúnaðarland.
Fram kemur í skipulagslýsingu, sem verkfræðistofan Efla hefur unnið, að stærð skipulagssvæðisins sé um 80 hektarar. Fyrirhugað er að á svæðinu verði starfsemi sem hýsi vörugeymslur, geymslusvæði, léttan iðnað og ýmiss konar þjónustusvæði, t.d. vegna hafnsækinnar starfsemi. Gert er ráð fyrir höfn og viðlegukanti sem muni veita flutningaskipum og skemmtiferðaskipum þjónustu. Ekki kemur fram fyrir hverja skipulagslýsingin er unnin en samkvæmt upplýsingum frá Hvalfjarðarsveit er hún á vegum landeigenda.
...