![](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/bdbeb634-dd8c-4f85-bb1e-772ac9018e70.jpg)
Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna halda tónleika á laugardag kl. 16 í Seltjarnarneskirkju. Þar verður frumflutt „Messa í D-dúr nr. 9“ eftir Johann D. Heinichen og „Konsert í B-dúr“ eftir Ernst Sache. Í tilkynningu segir að ekki sé vitað til þess að verkin hafi áður verið flutt á Íslandi. Einleikari er Rolf Gaedeke en meðal einsöngvara eru Ólafur Freyr Birkisson og Ólöf Ingólfsdóttir. Stjórnendur eru Oliver Kentish og Friðrik Vignir Stefánsson.