Carbfix hefur verið að reyna að leyna bæjarstjórn og íbúa í Hafnarfirði stærð Coda Terminal-verkefnisins.
Basalt Gljúp bergtegund sem notuð er í tækni Carbfix.
Basalt Gljúp bergtegund sem notuð er í tækni Carbfix. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Guðmundur Víglundsson

Áform fyrirtækisins Carbfix um að koma upp Coda Terminal á Völlunum í Hafnarfirði hafa verið kynnt sem byltingarkennd lausn í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að safna koldíoxíði (CO2) frá iðnaði í Evrópu, flytja það til Íslands og dæla því djúpt í jarðlög þar sem það á að steinrenna og verða varanlega bundið. Þetta hljómar eins og mikilvæg loftslagsaðgerð, en nýjar upplýsingar vekja áleitnar spurningar um umfang verkefnisins, umhverfisáhrif og skort á gagnsæi í kynningu þess fyrir íbúum.

Samkvæmt greinum í Heimildinni í janúar eru allt önnur áform hjá Carbfix varðandi verkefni þess, Coda Terminal á Völlunum í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum úr kynningargögnum Carbfix sem unnin voru af bandaríska bankanum Morgan Stanley fyrir væntanlega fjárfesta árið 2023 kemur fram að sækja eigi um nýtt

...