![Gasasvæðið Palestínumenn ganga hér um rústir í borginni Beit Hanun.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/31918645-9fa5-47a7-8690-09aeec865558.jpg)
Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, varaði við því að Ísraelsher myndi aftur hefja árásir á Gasasvæðið ákveddu hryðjuverkasamtökin Hamas ekki að láta gísla lausa á laugardaginn.
Sagði Katz að átökin á Gasasvæðinu yrðu mun „þyngri“ en þau voru fyrir vopnahléið, og að því myndi ekki ljúka án þess að Hamas-samtökin væru gjörsigruð og öllum gíslum samtakanna sleppt.
„Þá mun það einnig leyfa áætlunum Trumps Bandaríkjaforseta að raungerast,“ sagði Katz, og vísaði þar í hugmyndir sem Trump hefur sett fram um að Bandaríkin taki yfir Gasasvæðið og öllum núverandi íbúum verði vikið til annarra ríkja.
Talsmenn Hamas-samtakanna sögðu í gær að samtökin myndu ekki beygja sig fyrir hótunum Ísraels og Bandaríkjanna, á sama tíma og stjórnvöld í Katar og Egyptalandi reyndu að bjarga vopnahléinu
...