Sigurlína Konráðsdóttir fæddist í Reykjavík 6. júní 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. janúar 2025.

Foreldrar hennar voru Guðrún Margrét Sæmundsdóttir frá Litlu-Hlíð í Barðastrandarsýslu, f. 1916, d. 2006 og Konráð Jón Kristinsson, ættaður úr Skagafirði, f. 1907, d. 1966. Systur Sigurlínu voru Edda, f. 1939, d. 2018 og Erna Ruth, f. 1941, d. 2019.

Hinn 16. október 1955 giftist Sigurlína Rúnari Lárusi Ólafssyni, f. 1933, d. 2017. Foreldrar hans voru Guðrún Halla Þorsteinsdóttir, f. 1911, d. 1987, ættuð úr Vestmannaeyjum, og Ólafur Guðmundur Halldór Þorkelsson, f. 1905, d. 1980, ættaður frá Ísafirði.

Börn Sigurlínu og Rúnars eru: 1) Heiða Björk, f. 1955, maki Hreinn Valdimarsson, f. 1952. Þeirra börn eru Dagný Björk, f. 1975, maki Steinarr Logi Nesheim, f. 1975. Þau eiga tvo

...