![Bankar Barclays og UBS hafa lokað bankareikningum Íslendinga.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/69c516b7-415b-4118-ad3e-28325f3b966f.jpg)
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru brögð að því að bankareikningum Íslendinga sem þeir eiga í erlendum bönkum sé lokað með stuttum fyrirvara.
Dæmi eru um að Íslendingar sem búsettir hafa verið í Sviss með bankaviðskipti við svissneska bankann UBS hafi þurft að loka reikningum sínum flytji þeir til Íslands. Skiljanlega sé það breyting fyrir bankann að einstaklingur flytji lögheimili í annað land en svo virðist sem skilmálarnir eigi við um Íslendinga umfram aðra.
Einnig hefur Morgunblaðið heimildir fyrir því að breski bankinn Barclays hafi lokað á reikninga Íslendinga sem voru skráðir til heimilis á Íslandi þegar þeir opnuðu reikning í bankanum og hafa átt hann í mörg ár.
Það virðist því ekki vera skráningin milli landa ein og sér sem hafi þessi
...