Anna Ancher (1859-1935) Sjómannsstúlka / Fiskerpige, 1886 Pastel á striga, 39,1 x 25,6 cm
Anna Ancher (1859-1935) Sjómannsstúlka / Fiskerpige, 1886 Pastel á striga, 39,1 x 25,6 cm

Anna Ancher var með fyrstu listamönnum sem reyndu fyrir sér með pastelliti í Danmörku. Eins og verkið Sjómannsstúlka ber vott um náði Anna ­sterkum tökum á þessari ­vandmeðförnu tækni og telst hún meðal helstu meistara pastellitanna í skandinav­ískri myndlist. Verkið er hluti af stofngjöf Listasafns Íslands, gefið af Önnu árið 1886 þegar hún var virtur listmálari í heimalandinu. Sjómannsstúlka var fyrsta pastelmyndin og jafnframt eitt fyrsta verkið eftir konu sem Listasafn ­Íslands eignaðist. Louise Ravn-Hansen gaf safninu olíumálverk sitt Í Geelskógi sama ár. Stúlkan á myndinni er Maren Sofie Olsen, nágranni Önnu í ­bænum Skagen á Jótlandi.

Anna Ancher (fædd Brøndum) ólst upp á gistihúsi bæjarins, þangað sem hópur listmálara fór að venja komur sínar á áttunda áratug nítjándu aldar og myndaðist listamannanýlenda í Skagen, fjarri iðnvæðingu og heimsins glaumi. Anna og eiginmaður hennar Michael Ancher, sem einnig gaf safninu verk um svipað leyti, voru meðal

...