Pete Hegseth, hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti í gær höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í fyrsta sinn og fundaði með hinum svonefnda „Ramstein-hópi“ um næstu skref í stuðningi við Úkraínu
Brussel Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Pete Hegseth (fyrir miðju) og John Healey, haldahér til fundar í höfuðstöðvum NATO í Brussel, þar sem stuðningsmenn Úkraínu ræddu næstu skref í stríðinu.
Brussel Varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna og Bretlands, þeir Pete Hegseth (fyrir miðju) og John Healey, haldahér til fundar í höfuðstöðvum NATO í Brussel, þar sem stuðningsmenn Úkraínu ræddu næstu skref í stríðinu. — AFP/Johanna Geron

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Pete Hegseth, hinn nýi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, heimsótti í gær höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins í Brussel í fyrsta sinn og fundaði með hinum svonefnda „Ramstein-hópi“ um næstu skref í stuðningi við Úkraínu. Hegseth mun í dag funda með varnarmálaráðherrum bandalagsríkjanna.

Sagði Hegseth fyrir fund Ramstein-hópsins að Bandaríkin væru ákveðin í að bandalagið yrði að vera sterkara og að nú þyrftu bandamenn Bandaríkjanna að leggja sitt af mörkum. Hegseth ítrekaði þau skilaboð á fundinum og sagði að Bandaríkin myndu ekki þola „ójafnvægi“ í framlögum til bandalagsins. Sagði hann að evrópsku bandalagsríkin yrðu að leggja fram megnið af þeirri hernaðar- og efnahagsaðstoð sem Úkraínumenn ættu að fá.

Hegseth

...