Víkingar mæta þrautreyndu „Evrópuliði“ þegar þeir taka á móti Panathinaikos frá Grikklandi í heimaleiknum í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta á Bolt-leikvanginum í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í kvöld
Miðvörður Sverrir Ingi Ingason er í lykilhlutverki í varnarleik Panathinaikos og mætir Víkingum á Bolt Arena í Helsinki í kvöld.
Miðvörður Sverrir Ingi Ingason er í lykilhlutverki í varnarleik Panathinaikos og mætir Víkingum á Bolt Arena í Helsinki í kvöld. — Ljósmynd/Panathinaikos

Panathinaikos

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar mæta þrautreyndu „Evrópuliði“ þegar þeir taka á móti Panathinaikos frá Grikklandi í heimaleiknum í umspili Sambandsdeildar karla í fótbolta á Bolt-leikvanginum í Helsinki, höfuðborg Finnlands, í kvöld.

Panathinaikos er annað sigursælasta félag Grikklands, hefur orðið meistari 20 sinnum, en ekki unnið gríska meistaratitilinn síðan 2010. Olympiacos hefur nánast einokað hann frá árinu 1997 og unnið í 23 skipti frá þeim tíma en PAOK er þó ríkjandi meistari.

Panathinaikos er hins vegar ríkjandi bikarmeistari og vann bikarinn í 20. skipti síðasta vor þegar liðið lagði Aris í úrslitaleik.

Sem stendur er liðið í þriðja sæti

...