„Við fögnum ábendingum um hvað megi betur fara í könnunum okkar og bregðumst við þeim ef við teljum þær vera réttmætar,“ segir Kristín Una Friðjónsdóttir framkvæmdastjóri Skólapúlsins, sem gerir kannanir fyrir íslenska skólakerfið
Leikskóli Á vefsíðunni Pabbatips á Facebook voru nokkrir foreldrar undrandi yfir spurningu í leikskólakönnun um hvernig börn upplifðu kyn sitt.
Leikskóli Á vefsíðunni Pabbatips á Facebook voru nokkrir foreldrar undrandi yfir spurningu í leikskólakönnun um hvernig börn upplifðu kyn sitt. — Morgunblaðið/Karítas

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Við fögnum ábendingum um hvað megi betur fara í könnunum okkar og bregðumst við þeim ef við teljum þær vera réttmætar,“ segir Kristín Una Friðjónsdóttir framkvæmdastjóri Skólapúlsins, sem gerir kannanir fyrir íslenska skólakerfið.

Í nýlegri könnun fengu foreldrar leikskólabarna m.a. þá spurningu hvernig barn þeirra skilgreindi kyn sitt, sem stelpu, strák eða „með öðrum hætti“. Skapaðist umræða um könnunina á Facebook-hópnum Pabbatips. Þar lýsti m.a. einn faðir yfir undrun sinni á spurningunni, ekki síst í ljósi þess að barn hans væri tveggja ára gamalt.

„Þessi tiltekna spurning er ný í foreldrakönnun leikskóla í ár því hingað til höfum við kallað eftir upplýsingum um kyn barna

...