![Birkir Jón Jónsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/d29418a4-e3b6-4ea1-8258-a906d32cf27b.jpg)
Birkir Jón Jónsson
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar hefur ráðið Birki Jón Jónsson sem aðstoðarmann sinn. Birkir var þingmaður flokksins árin 2003-2013 og varaformaður 2009-2013. Sat hann í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006-2010 og var bæjarfulltrúi í Kópavogi 2014-2022, þar af formaður bæjarráðs 2018-2022.
Á Alþingi sat Birkir Jón meðal annars í fjárlaganefnd og atvinnuveganefnd.