Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir
Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásthildar Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra.

Guðbjörg útskrifaðist árið 2004 sem grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands og er með MA-gráðu í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í leik- og grunnskólum, og lengst af hjá Suðurmiðstöð Reykjavíkur sem íþrótta- og samskiptatengill. Um síðustu áramót var hún ráðin í stöðu sérfræðings í mennta- og barnamálaráðuneytinu.