![Á góðri stund Leifrandi glettni má sjá hér á milli þeirra Elínar Maríusdóttur og Ólafs Björns Guðmundssonar.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/991600c4-1cd8-45d9-a123-e6572504d2d9.jpg)
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mig hefur lengi langað til að tengja þetta verkefni mitt við Valentínusardaginn, af því að þetta er tímalaust, ljóðin sem afi samdi til ömmu yfir sextíu ára tímabil, þau eiga ennþá vel við,“ segir Anna María Björnsdóttir, tónlistar- og kvikmyndagerðarkona, en heimildarmynd hennar, Hver stund með þér, verður sýnd í Hannesarholti á morgun á degi elskenda. Myndin fjallar um ömmu hennar og afa, Ólaf Björn Guðmundsson og Elínu Maríusdóttur, og um ástarljóð sem Óli orti til Ellu á þeim rúmlega sex áratugum sem þau gengu saman. Myndin fjallar líka almennt um ástina og hjónabandið og í henni er myndefni úr ferðalögum þeirra hjóna um Ísland. Að bíósýningu lokinni verða tónleikar þar sem Anna María ætlar m.a. að frumflytja ný lög við ljóð Óla afa síns.
...