Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý Torfa, hefur nýverið hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Fyrir konur. Markmiðið er skýrt: að skapa vettvang þar sem konur geta talað óritskoðað um þá hluti sem þeim liggur á hjarta
Heilsa Líkamsræktardrottningin Gurrý Torfa leggur áherslu á heilsu og reynslu kvenna á öllum aldri í hlaðvarpinu Fyrir konur.
Heilsa Líkamsræktardrottningin Gurrý Torfa leggur áherslu á heilsu og reynslu kvenna á öllum aldri í hlaðvarpinu Fyrir konur. — Ljósmynd/Emilía Anna

Rósa Margrét Tryggvadóttir

rosa@mbl.is

Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý Torfa, hefur nýverið hleypt af stokkunum hlaðvarpinu Fyrir konur. Markmiðið er skýrt: að skapa vettvang þar sem konur geta talað óritskoðað um þá hluti sem þeim liggur á hjarta.

„Fyrsti þátturinn kom út 1. febrúar en ég er búin að undirbúa verkefnið í nokkra mánuði. Hugmyndin kom þegar við vorum í tökum fyrir þættina Gerum betur með Gurrý en þá tók ég mörg góð viðtöl og fannst svo mikil synd hversu mikið var klippt út, þó það væru áhugaverðir punktar og ættu fullt erindi til fólks. Síðan hef ég líka fengið hvatningu frá mörgum að byrja með hlaðvarp og ákvað að slá til en þetta hefur blundað í mér í nokkurn tíma,“ segir Gurrý.

Óritskoðað og persónulegt

...