Ari Sigurpálsson, knattspyrnumaður hjá Víkingi í Reykjavík, er klár í slaginn fyrir leik liðsins í kvöld við gríska stórliðið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta
![Mörk Ari Sigurpálsson hefur skorað gegn Cercle Brugge, Djurgården og LASK í Sambandsdeildinni í vetur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/371b32d0-9c4a-4139-ad35-c1af2092646f.jpg)
Mörk Ari Sigurpálsson hefur skorað gegn Cercle Brugge, Djurgården og LASK í Sambandsdeildinni í vetur.
— Morgunblaðið/Eggert
Í Helsinki
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Ari Sigurpálsson, knattspyrnumaður hjá Víkingi í Reykjavík, er klár í slaginn fyrir leik liðsins í kvöld við gríska stórliðið Panathinaikos í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Heimaleikur Víkings er leikinn á Bolt Arena-vellinum í Helsinki vegna slæmra vallarmála á Íslandi.
Víkingur tryggði sér sæti í umspilinu með því að lenda í 19. sæti í deildarkeppninni með átta stig úr sex leikjum. Víkingsliðið vann tvo leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur leikjum. Síðan þá hefur Sölvi Geir Ottesen tekið við þjálfun Víkings af Arnari Gunnlaugssyni sem er orðinn landsliðsþjálfari karla.
„Sölvi hefur komið virkilega vel inn í þetta. Það er
...