Vegakerfið Slæmt ástand er á vegum landsins, holur og rásir víða.
Vegakerfið Slæmt ástand er á vegum landsins, holur og rásir víða. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga birtu í gær skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi. Heildarniðurstaða skýrslunnar er mikil innviðaskuld sem beint dregur úr lífskjörum landsmanna.

Fram kemur að skuld þessi nemi um 680 milljörðum króna og bent er á að hún veltist einungis áfram og verði stærri með hverju árinu. Lítið sé gert. Skuldin nemi um 14,9% af vergri landsframleiðslu og 10,1% af endurstofnvirði innviðanna.

Mest sé það uppsöfnuð viðhaldsskuld í vegakerfinu eða um 265-290 milljarðar króna. Viðhaldsskuld í fráveitukerfinu er metið á um 65-98 milljarða króna. Ítarlega er farið yfir hvern og einn þátt skuldarinnar í skýrslunni.

Í skýrslunni kemur fram að það sé sláandi að staða innviða hafi ekki batnað á undanförnum árum. Ónóg fjárfesting og viðhald hafi leitt til þess

...