Svo virðist sem áralöng undirbúningsvinna Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu undir merkjum „Auðlindarinnar okkar“ ætli að verða Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra fiskur í fjöru
Endurnýting Lokaskýrsla Auðlindarinnar okkar var kynnt á fundi í ágúst 2023. Ekki var mikil eining um þær fjölmörgu tillögur sem þar var að finna.
Endurnýting Lokaskýrsla Auðlindarinnar okkar var kynnt á fundi í ágúst 2023. Ekki var mikil eining um þær fjölmörgu tillögur sem þar var að finna. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Baksvið

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Svo virðist sem áralöng undirbúningsvinna Svandísar Svavarsdóttur í matvælaráðuneytinu undir merkjum „Auðlindarinnar okkar“ ætli að verða Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra fiskur í fjöru.

Í pistli í Morgunblaðinu í gær boðaði Hanna Katrín frumvarp „á næstunni“ um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem nær til gagnsæis eigna- og stjórnunartengsla, hámarksaflahlutdeildar og tengdra aðila. Fjölmörg atriði sem í pistli hennar eru nefnd virðast tekin beint upp úr skýrslu Auðlindarinnar okkar, hugmyndir sem unnið var með í matvælaráðuneytinu frá árinu 2022, kynntar í skýrslu í ágúst 2023 og birtar í frumvarpsdrögum í samráðsgátt sama ár.

Fram kom í pistlinum að

...