Gatnagerð er hafin í Korputúni í Mosfellsbæ og er áformað að hefja jarðvinnu í mars. Korputún er um 15 hektara svæði í eigu Reita á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur. Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, segir mörg fyrirtæki hafa sýnt Korputúni áhuga
![Korputún Á þessari mynd er búið að teikna Korputún inn í landslagið. Skógurinn við Úlfarsfell er til vinstri en Korputorg er í bakgrunni.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/90bd0d95-d6ac-46ab-8ca5-f01f87969ec0.jpg)
Korputún Á þessari mynd er búið að teikna Korputún inn í landslagið. Skógurinn við Úlfarsfell er til vinstri en Korputorg er í bakgrunni.
— Teikningar/ONNO
Viðtal
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gatnagerð er hafin í Korputúni í Mosfellsbæ og er áformað að hefja jarðvinnu í mars.
Korputún er um 15 hektara svæði í eigu Reita á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur.
Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita, segir mörg fyrirtæki hafa sýnt Korputúni áhuga. Það sé greinilega uppsöfnuð eftirspurn á markaðnum eftir atvinnuhúsnæði, hjá stórum og smáum aðilum, ekki síst stórum aðilum með fjölbreytta starfsemi.
„Það eru enda ekki margir staðir í boði á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að byggja mörg þúsund fermetra verslunarhúsnæði. Það gerir þennan reit sérstakan,“ segir Guðni en hægt verður að byggja allt að 17
...