![Karphúsið Boðað hefur verið til fundar í Karphúsinu í dag.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/7c32b1c9-728f-4b51-ae72-6195f71e9cc6.jpg)
Kjaradeila Félags framhaldsskólakennara og ríkisins þokast hægt áfram og enn á eftir að ná saman um stóru ásteytingarsteinana. Ekki er verið að ræða um heildarmynd kjarasamnings heldur ákveðin atriði sem snúa eingöngu að framhaldsskólakennurum, atriði sem gætu liðkað fyrir kjarasamningi.
Þetta sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari við mbl.is í gær. Fundur stóð yfir frá ellefu til klukkan fjögur síðdegis.
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði við mbl.is á mánudag að kjarasamningar strönduðu á kröfu um uppsegjanleika samnings af hálfu kennara og launaliðnum. Ljóst er að kjarasamningur verður ekki gerður fyrr en þau atriði eru leyst.
„Ég sé ekki að það sé hægt að lenda þessu nema aðilarnir nái saman um þetta. Ég held að við komumst ekki fram hjá
...