Harpa Anna Þorvaldsdóttir ★★★★½ Gustav Mahler ★★··· Tónlist: Anna Þorvaldsdóttir (ax, heimsfrumflutningur) og Gustav Mahler (Sinfónía nr. 9). Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Eva Ollikainen. Áskriftartónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 6. febrúar 2025.
![Tónskáld „Munurinn á ax og METAXIS er sá að seinna verkið var samið sérstaklega til flutnings í alrými Hörpu en það fyrrnefnda er ætlað fyrir tónleikasal,“ segir meðal annars í rýni um verk Önnu Þorvaldsdóttur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/61e2e8e3-3381-49e3-aae2-befb75df988e.jpg)
Tónskáld „Munurinn á ax og METAXIS er sá að seinna verkið var samið sérstaklega til flutnings í alrými Hörpu en það fyrrnefnda er ætlað fyrir tónleikasal,“ segir meðal annars í rýni um verk Önnu Þorvaldsdóttur.
— Ljósmynd/Anna Maggý
Tónlist
Magnús Lyngdal
Magnússon
Sinfóníuhljómsveit Íslands og Eva Ollikainen frumfluttu nýtt verk, ax, eftir Önnu Þorvaldsdóttur á áskriftartónleikum í Hörpu fimmtudagskvöldið 6. febrúar. Um er að ræða tónsmíð sem Anna byggir á tónlist verksins METAXIS en það frumfluttu sömu flytjendur á Listahátíð í Reykjavík í júní 2024. Munurinn á ax og METAXIS er sá að seinna verkið var samið sérstaklega til flutnings í alrými Hörpu en það fyrrnefnda er ætlað fyrir tónleikasal.
Ég var mjög hrifinn af METAXIS og það sama gildir raunar um ax. Hljóðheimur Önnu Þorvaldsdóttur naut sín að vísu til hins ýtrasta í alrýminu og tónlistarupplifunin var giska ólík því sem heyrðist nú í Eldborg. Samt sem áður er ax áhrifamikið verk og það var mjög vel flutt
...