![Hola í vegi Umhleypingar undanfarið hafa haft áhrif á holumyndun.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/97a0a806-c3b6-4167-a63a-0c647efeea25.jpg)
Starfsfólk Vegagerðarinnar og verktakar vinna að því hörðum höndum að gera við holur og aðrar skemmdir sem hafa myndast á vegum víða um land eftir umhleypingasamt veður að undanförnu.
Unnið er við erfiðar aðstæður, þar sem umferð ökutækja er mikil, jafnvel dimmt í veðri, mikil rigning og bleyta, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar.
Erfitt geti verið fyrir ökumenn að sjá fólk að störfum sem skapar hættu á slysum. Vegagerðin biður því vegfarendur að sýna sérstaka varkárni og draga úr hraða þegar ekið er hjá viðgerðarsvæðum.
Umhleypingar í veðri, sér í lagi rigning og frost og þíða til skiptis, hafa mikil áhrif á holumyndun á vegum. Aukin umferð hefur einnig áhrif þar á og ekki síður skortur á fjármagni til viðhalds vega, segir Vegagerðin.
...