Ingibjörg Helga og Jón Viðar Arnþórsbörn reka saman fyrirtækið Icelandic stunts, sem sérhæfir sig í að útfæra áhættuatriði fyrir kvikmyndir og sjónvarpsverkefni. Bakgrunnur þeirra beggja er í bardagaíþróttum sem hefur undið upp á sig því umfangið á…
![Dagmál Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn í viðtali.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/e9731d20-4009-4b19-8c83-1ec1be06a6b7.jpg)
Dagmál Systkinin Jón Viðar og Ingibjörg Helga Arnþórsbörn í viðtali.
Ingibjörg Helga og Jón Viðar Arnþórsbörn reka saman fyrirtækið Icelandic stunts, sem sérhæfir sig í að útfæra áhættuatriði fyrir kvikmyndir og sjónvarpsverkefni.
Bakgrunnur þeirra beggja er í bardagaíþróttum sem hefur undið upp á sig því umfangið á verkefnum fyrirtækisins getur orðið töluvert þar sem tugir manns geta tekið þátt í verkefnum þess á hverjum tíma. Stórleikarinn Ingvar Sigurðsson var örlagavaldur í lífi þeirra árið 2006 þegar hann fékk Jón Viðar til að koma að útfærslu áhættuatriða í Mýri Baltasars Kormáks en Ingvar er móðurbróðir þeirra systkina.
Leið Ingibjargar var allt önnur. Fyrsta myndin var norsk uppvakningamynd. Í Dagmálum fara þau systkin yfir reksturinn og ferilinn.