Ömurlegt er að horfa upp á núverandi meirihluta

Nú er svo er komið að sárafáir vita hverjir eiga sæti í borgarstjórn Reykjavíkur! Í áratugi voru fulltrúar í borgarstjórn 15 talsins og lengi var lítið greitt fyrir setu þar, þótt það breyttist síðar, og sú skoðun varð uppi að óþarfi væri að gæta hófs lengur. Forfallaðist borgarfulltrúi í þá tíð, mátti kalla inn varamann og fékk þá sá greitt fyrir þann eina fund. En þegar vinstrimenn komust að í borgarstjórninni varð það þeirra fyrsta verk að fjölga borgarfulltrúum upp í 27!

Sjálfstæðismenn náðu svo meirihluta í borgarstjórn og þeir fækkuðu borgarfulltrúum úr 27 niður í 15 á ný, sem hafði dugað höfuðstaðnum vel á þeim tíma þegar borgarfulltrúar höfðu metnað til þess að fara ekki illa með fé borgarbúa. Sjálfstæðismenn héldu meirihlutanum í það sinn í þrjú kjörtímabil, en þá komust vinstriflokkar að á ný eftir 12 ára útlegð. Þeir höfðu ekki lengi verið þar í meirihluta á ný er þeir ákváðu að nú skyldi fjölga borgarfulltrúum á ný, og þeir fara úr 15 í 23! Og þá hófst

...