„Mér líst mjög vel á það og er glöð yfir því að hún hafi gefið kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum. Ég held að það sé styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá að velja sér forystu á þessum tímapunkti, ræða næstu skref og framtíðina og hvernig við ætlum að ná meiri árangri
Landsfundur Ný forysta verður kjörin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir hálfan mánuð, en Bjarni Benediktsson lætur þá af formennsku.
Landsfundur Ný forysta verður kjörin á landsfundi Sjálfstæðisflokksins eftir hálfan mánuð, en Bjarni Benediktsson lætur þá af formennsku. — Morgunblaðið/Eggert

Ólafur E. Jóhannsson

oej@mbl.is

„Mér líst mjög vel á það og er glöð yfir því að hún hafi gefið kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum. Ég held að það sé styrkur fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá að velja sér forystu á þessum tímapunkti, ræða næstu skref og framtíðina og hvernig við ætlum að ná meiri árangri. Partur af því er að velja sér forystu og snúa svo bökum saman að loknum landsfundi,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður í samtali við Morgunblaðið, þegar leitað er viðbragða hennar við framboði Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formennsku í flokknum, en hún kunngjörði þá ætlan sína á fundi sl. laugardag.

Spurð hvort hún búist við jafnri baráttu þeirra á milli segist Áslaug Arna ekki gera ráð fyrir öðru.

„Guðrún er flottur

...