30 ára Alexander ólst upp í Reykjavík og Garðabæ og býr í Reykjavík. Hann er læknir, lærði í Slóvakíu og er núna í sérnámi í bráðalækningum á Landspítalanum. Áhugamálin eru almenn útivera og að njóta samveru með fjölskyldu og vinum. „En það er ekkert skemmtilegra en að fara með Emilíu út að sulla í pollum eða renna í rennibraut. Svo fylgist ég með ensku deildinni.“


Fjölskylda Eiginkona Alexanders er Karen Harpa Harðardóttir, f. 1993, félagsráðgjafi. Börn þeirra eru Emilía Röfn, f. 2023, og Tristan Rafn, f. 2024. Foreldrar Alexanders eru Klara Hrönn Sigurðardóttir, f. 1970, rekstrarstjóri hjá Landsbréfum, og Sigurður Helgi Ólafsson, f. 1972, viðskiptarþróunarstjóri hjá Linde.