Þýski knattspyrnumaðurinn Kai Havertz, sóknarmaður Arsenal, verður frá keppni út yfirstandandi tímabil vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaferðalagi með liðinu í Dúbaí. Havertz reif vöðva aftan í læri og bætist í hóp meiddra sóknarmanna…
Meiddur Havertz í leik með Arsenal gegn Newcastle í síðustu viku.
Meiddur Havertz í leik með Arsenal gegn Newcastle í síðustu viku. — AFP/Paul Ellis

Þýski knattspyrnumaðurinn Kai Havertz, sóknarmaður Arsenal, verður frá keppni út yfirstandandi tímabil vegna meiðsla sem hann varð fyrir í æfingaferðalagi með liðinu í Dúbaí. Havertz reif vöðva aftan í læri og bætist í hóp meiddra sóknarmanna Arsenal sem telur Bukayo Saka, Gabriel Martinelli og Gabriel Jesus, sem verður einnig frá út tímabilið. Saka verður klár í slaginn á næstu vikum og Martinelli verður frá í um einn mánuð.