Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og lóðar ásamt breytingum í eldra húsi leikskólans Funaborgar í Grafarvogi. Framkvæmdin felst í smíði á 950 fermetra viðbyggingu og…
Funaborg Viðbyggingin við leikskólann er sú dökka til vinstri á myndinni. Eins og myndin sýnir glögglega mun leikskólinn stækka umtalsvert.
Funaborg Viðbyggingin við leikskólann er sú dökka til vinstri á myndinni. Eins og myndin sýnir glögglega mun leikskólinn stækka umtalsvert. — Teikning/Reykjavik.is

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og lóðar ásamt breytingum í eldra húsi leikskólans Funaborgar í Grafarvogi.

Framkvæmdin felst í smíði á 950 fermetra viðbyggingu og framkvæmdum á lóð Funaborgar, Funafold 42, skammt norðan Gullinbrúar.

Breytingar í eldra húsi fela m.a. í sér aðlögun að viðbyggingu og lagfæringar í aðgengismálum. Þá verður eldhús og starfsmannarými flutt yfir í viðbyggingu.

Leikskólinn stækkar um fjórar deildir og leikskólabörnum fjölgar um 70.

Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er 1.365 milljónir króna. Þar af er kostnaður við lóð og breytta

...