Fitjaborg ehf. keypti nýlega 1,5 milljónir hluta í fjölmiðla- og fjarskiptafélaginu Sýn. Hluturinn er metinn á um 36 milljónir króna að núverandi markaðsvirði, en eftir viðskiptin varð félagið einn af 20 stærstu hluthöfum Sýnar.

Athygli vekur að Fitjaborg er í eigu Snorra Guðmundssonar og Auðar Ránar Kristjánsdóttur, sem oftast eru kennd við rafrettuverslunina Póló. Þau seldu hlut sinn í Póló í byrjun síðasta árs.

Snorri og Sverrir Þór Gunnarsson, sem kenndur hefur verið við rafrettuverslunina Drekann, voru dæmdir í byrjun mánaðarins til að greiða hvor um sig 1,1 milljarð króna í sekt í svokallaða stóra sígarettusmyglmálinu.

Þá hlutu þeir báðir einnig tveggja ára skilorðsbundin dóm fyrir sinn þátt í málinu, eins og fram kom í fréttum Morgunblaðsins.

...