Söngkonan Agnes Thorsteins fær lofsamlega umsögn í dómi um uppfærslu Leikfélags Koblenz í Þýskalandi á styttri útgáfu á Niflungahring Wagners. Claus Ambrosius, rýnir og menningarritstjóri Rhein-Zeitung, skrifar í blaðið að Agnes sé „einum…
Óperusöngkona Agnes Thorsteins.
Óperusöngkona Agnes Thorsteins. — Morgunblaðið/Eyþór

Söngkonan Agnes Thorsteins fær lofsamlega umsögn í dómi um uppfærslu Leikfélags Koblenz í Þýskalandi á styttri útgáfu á Niflungahring Wagners.

Claus Ambrosius, rýnir og menningarritstjóri Rhein-Zeitung, skrifar í blaðið að Agnes sé „einum raddþyngdarflokki ofar“ en meðsöngkona hennar í hlutverki Sieglinde. Agnes syngi hér í fyrsta sinn hlutverk Brynhildar í Koblenz eftir að hún færði sig úr því að vera mezzósópran yfir í dramatískan sópran.

Hann segir að vissulega megi enn greina að rödd hennar sé að ganga í gegnum þessa breytingu, en lofsverð yfirvegun í raddbeitingu ásamt voldugum hátónum, sem glampi eins og málmur, veiti fyrirheit um glæstan feril þessarar söngkonu, sem enn sé ung að árum.

Uppfærslan sem um ræðir nefnist Hringurinn á

...