Ásmundarsalur Skeljar ★★★★· Eftir Magnús Thorlacius. Leikstjóri: Magnús Thorlacius. Tónlist og hljóðmynd: Katrín Helga Ólafsdóttir. Leikendur: Hólmfríður Hafliðadóttir og Vilberg Pálsson. Frumsýnt í Ásmundarsal laugardaginn 1. febrúar 2025.
![Samleikur „Leikstíllinn er lágstemmdur og trúverðugur,“ segir um frammistöðu Hólmfríðar Hafliðadóttur og Vilbergs Pálssonar í Skeljum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/2ae8894a-c664-40f4-a3dd-aaed4bad62d2.jpg)
Samleikur „Leikstíllinn er lágstemmdur og trúverðugur,“ segir um frammistöðu Hólmfríðar Hafliðadóttur og Vilbergs Pálssonar í Skeljum.
— Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson
Leiklist
Þorgeir
Tryggvason
Nei“ er fyrsta orðið í Skeljum, nýju leikriti eftir ungan sviðsverkahöfund, Magnús Thorlacius, sem þegar hefur vakið nokkra og verðskuldaða athygli. Bannorð í spuna, en algert lykilorð í drama, sem þrífst á hindrununum sem við setjum ætlunum samferðafólks okkar. Og það eru ýmsar hindranir
í vegi fyrir brúðkaupinu sem Skeljar hverfist um. Ekki síst þetta upphafsorð brúðarinnar tilvonandi þegar kærastinn krýpur fyrir henni í fjörunni og nær ekki einu sinni að bera upp bónorðið. Á skeljunum í skeljasandinum.
En þau elska hvort annað (er það ekki annars?) og þegar einu sinni er búið að stíga skrefið niður á annað hnéð verður varla aftur snúið án þess að eyðileggja allt. Svo nei-ið verður já
...