Patti Smith fagnar því að 50 ár eru liðin frá útgáfu plötunnar Horses með tónleikaferðalagi um Evrópu og Bandaríkin síðar á þessu ári eftir því sem fram kemur í The Guardian. Á tónleikunum verður platan flutt í heild sinni, en Horses kom út árið 1975 og var fyrsta plata Smith. Hún hefur jafnan verið álitin þungavigtarverk í pönksenu New York-borgar auk þess sem platan hefur þótt ein besta plata þess áratugar. Í tilefni af þessu verða einnig haldnir sérstakir heiðurstónleikar í Carnegie Hall í New York þann 26. mars þar sem stjörnur á borð við Michael Stipe, Kim Gordon og Matt Berninger úr The National stíga á svið. Smith sem er 78 ára hefur verið slæm til heilsu síðustu ár og þurft að aflýsa tónleikum vegna ráðlegginga lækna um að hvíla sig. Þá hneig hún niður á sviði í Brasilíu í janúar eftir að hafa verið með mígreni í fleiri daga. Þrátt fyrir það er hún þó sögð enn
...