![Jóhann Páll Jóhannsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/c3af44af-85dd-4bcc-a29d-d0854ec2e5ca.jpg)
Páll Vilhjálmsson er ekki hrifinn af framkomu ráðherra og skrifar: „Piltur og stúlka, Kristrún forsætis og Jóhann Páll loftslags, lögðu gildru fyrir þingheim í fyrradag. Stefnuræðu Kristrúnar er samkvæmt þingsköpum dreift til þingheims tveim dögum fyrir flutning. Ræðan geymdi enga vísun í yfirstandandi kennaraverkfall. Sigurður Ingi formaður Framsóknar gekk í gildruna, lagði út af þögninni um kennaraverkfallið.
Þú lýgur blákalt, sagði sigri hrósandi Jóhann Páll úr ræðustól alþingis. Sigurður Ingi gerði ekki annað en vísa í skrifaða ræðu forsætisráðherra – en Kristrún breytti ræðunni í flutningi. Gálur og pörupiltar haga sér svona, ekki ráðherrar. Sigurður Ingi, eðlilega, fer fram á að Loftslags-Jóhann biðjist afsökunar. Fyrir viku bloggaði tilfallandi að ráðherrar temdu sér ógnarorðræðu til að fela spillingu í eigin ranni. Ekki sjá æðstu ráðamenn að sér heldur tvíeflast og temja
...