![Taprekstur Rekstur Royal Greenland hefur verið þungur síðastliðinn tvö ár og hefur Susanne Arfelt Rajmand forstjóra ríkisútgerðarinnar verið sagt upp.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/51db9e77-cc19-4db9-a675-46b4ab49b0af.jpg)
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Susanne Arfelt Rajmand, forstjóra grænlensku ríkisútgerðarinnar Royal Greenland, hefur verið sagt upp eftir tvö ár í starfi. Í fréttatilkynningu síðastliðinn mánudag greindi stjórn félagsins frá því að samstarfinu með forstjóranum væri þá þegar lokið.
Rajmand tók til starfa í febrúar 2023 og virtist taka við góðu búi enda hafði orðið mikill viðsnúningur í rekstrinum á síðustu starfsárum Mikael Thinghuus, sem hafði gegnt forstjórastöðunni frá 2009. Skilaði hann til að mynda Royal Greenland mesta hagnaði í 250 ára sögu félagsins árið 2021 þegar hann náði 326 milljónum danskra króna.
Rekstur Royal Greenland hefur hins vegar verið þungur undanfarin ár og skilaði félagið 255 milljóna danskra króna tapi árið 2023. Jafnframt
...